Mennskan með tækninni er þjálfun sem undirbýr fagfólk til að blómstra þar sem mannlegir hæfileikar og gervigreind mætast. Námskeiðið er samvinnuverkefni Dale Carnegie og framtíðarsérfræðingsins Matt Britton, og sameinar yfir hundrað ára arfleifð Dale Carnegie í mannlegum samskiptum við framsýna innsýn Brittons í gervigreind, vinnuumhverfi og framtíðarfærni.
Þegar gervigreind umbreytir því hvernig við vinnum, verður farsælasta starfsfólkið það sem tileinkar sér tækni og hefur á sama tíma tök á mannlegri færni sem vélar og tækni hafa ekki svo sem samkennd, áhrifamátt, aðlögunarhæfni og tilfinningagreind.Námskeiðið þjálfar bæði viðhorf og hæfni til að tileinka sér það sem gervigreindin getur gert til að halda okkur í takti við tímann og þá mannlegu færni sem byggir upp traust, áhrif og seiglu í ört breytandi heimi.
Skoða dagsetningar og staðsetningar
Þetta námskeið snýst ekki um að verða forritari eða gagnasérfræðingu – heldur um að verða leiðtogi sem er tilbúinn fyrir framtíðina og getur brúað bilið milli tækni og mennsku.
Námið gefur 1,5 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Færniþættirnir sem unnið er með á námskeiðinu eru:
Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið í fundarsal þar sem þú hittir aðra þátttakendur og lærir í lifandi og hvetjandi umhverfi! Það er haldið tvo heila daga í röð og eins er hægt að útfæra eftir óskum fyrirtækja fyrir lokaða hópa.
Live Online þjálfun : Taktu þátt í námskeiðinu beint frá þægindum heimilisins eða hvar sem þér hentar – Live Online! Námskeiðið er haldið í 6 skipti, þar sem hvert skipti er tveir klukkutímar
Svona virkar það:
Ef þú ert ekki viss með tæknina, þá aðstoðum við þig! Við kennum þér á kerfið á örfáum mínútum og erum alltaf til staðar til að hjálpa þér ef eitthvað kemur upp. Námskeiðin okkar eru einföld, skemmtileg og skila árangri – þú munt taka virkan þátt frá byrjun!
Þegar þú tekur þátt í námskeiðinu færðu allt sem þú þarft til að ná árangri og meira til:
Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.
Staðbundið: 199.000 kr. Live Online: 199.000 kr.
Námskeiðsverðið sem þú sérð er heildarverð, en góðu fréttirnar eru að stéttarfélagið þitt eða vinnuveitandinn gætu greitt stóran hluta af kostnaðinum! Þú þarft bara að sækja um og nýta alla þá möguleika sem eru í boði!
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.