Endurgjöf er forsenda framfara

Sterkir leiðtogar og aðrir sem setja mark sitt á umhverfið eiga eitt sameiginlegt: Að hvetja til árangurs

Endurgjöf er forsenda framfara. Með því að fá endurgjöf frá mörgum sjónarhornum sköpum við nýja vídd fyrir einstaklinginn sem hvetur hann til að brúa bilið frá núverandi stöðu til háleitari markmiða.

Dale Carnegie býður úrval 360° mata sem tengjast mismunandi störfum. Framkvæmdin er einföld og krefst lítils tíma. Endurgjöfin er aftur á móti yfirgripsmikil og gefur góða yfirsýn á styrkleika viðkomandi og varðar þannig leiðina fram á við. Með matinu fylgir ítarleg skýrsla og innifalið í verðinu er einkaráðgjöf þar sem farið er yfir niðurstöðurnar með viðkomandi.

Skoðaðu mismunandi tegundir 360° og 180° mata

Sjálfsefling

Þetta mat mælir almenna hæfni í mannlegum samskiptum og tjáningarhæfni í mismunandi aðstæðum. Það gefur innsýn í sjálfstraust og á hvaða sviðum það er mikið eða lítið. Það mælir einnig leiðtogahæfni og hvernig viðkomandi vinnur undir álagi og tekst á við streitu. Síðast en ekki síst varpar það ljósi á hæfni til að byggja upp og viðhalda samböndum.
360° / 180°

Stjórnun

Matið mælir leiðtogahæfileika, hæfni í tjáningu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá metur það einnig hæfni í mannlegum samskiptum og notkun á mismunandi samskiptastílum. Þá er lagt mat á hve mikla hæfni viðkomandi hefur til að fylgja ferlum og taka ábyrgð á verkefnum og eigin ákvörðunum.
360° / 180°

Viðskiptatengsl

Hér metum við hæfni viðkomandi til að fylgja söluferli sem skapar og byggir upp tengsl og sambönd við aðra. Við skoðum líka eiginleika eins og þrautseigju og snerpu til að bregðast við mismunandi aðstæðum. Einnig hvernig viðkomandi gengur að viðhalda tengslum og þor og áræðni til að stýra viðskiptasambandinu.
180°

Kynningartækni

Hér leggjum við mat á hæfni til að halda faglegar kynningar og hvernig viðkomandi nær að tengjast áheyrendum og skapa jákvæð áhrif við fyrstu kynni. Við skoðum hversu afslappaður eða afslöppuð viðkomandi er við kynningar og krefjandi aðstæður og einnig hve mikil áhrif hann eða hún hefur. Einnig er lagt mat á hæfni til að selja hugmyndir og fá aðra í lið með sér.
180°

Leiðtogafærni

Þetta mat byggir á nýrri rannsók sem leiddi í ljós að nútíma leiðtogi þarf mikla hæfni í 14 færniþáttum. Þetta eru þættir eins og að veita innblástur, hafa jákvæð áhrif á aðra, sjálfsstjórn, tjáning, siðferði, sjálfsmeðvitund og metnað til að efla aðra.
360° / 180°

Einkaráðgjöf fylgir

Með hverju mati fylgir greinagóð skýrsla með ítarlegum upplýsingum. Í 360°mati eru þín svör birt sem og svör yfirmanns en svör samstarfsmanna eru birt sem hópur. Mikilvægt er að viðkomandi horfi á styrkleikana frekar en veikleikana. Til að tryggja það afhendum við matið á fundi með ráðgjafa og stýrum þannig tilfinningum viðkomandi í átt til árangurs.

Munurinn á 360° og 180° mati

Þegar við tölum um 360° mat er átt við að viðkomandi meti sjálfan sig, hans yfirmaður og svo samstarfsmenn. Í 180° mati er það bara viðkomandi og hans yfirmaður sem meta.

DC IconCreated with Sketch.

Senda fyrirspurn og panta sýnishorn

    Veldu sýnishorn af því mati sem þú vilt fá sent: