Live Online – fjarþjálfun á netinu með virkri þátttöku
Dale Carnegie nefndi fjórar leiðir sem fólk notar til að meta annað fólk; hvað við segjum, hvernig við segjum það, hvað við gerum og hvernig við gerum það. Þetta á svo sannarlega við fundi eða kynningar hvort heldur sem hist er On eða off line.
Alla sem vilja auka traust og trúverðugleika á fundum og kynningum. Stjórnendur, sérfræðingar, söluráðgjafar og annað lykilfólk fyrirtækja og stofnana.
Live Online fjarþjálfun með virkri þátttöku sem stendur yfir einu sinni í 60 mínútur.
Þú velur dagsetningur sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið.Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
14.900**Kynningarverð. Ath. Starfsmenntasjóðir styrkja námskeiðin allt að 100%. Talaðu við þitt stéttarfélag.
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.