Hvort heldur þú ert að selja hugmyndir þína innanhúss eða til viðskiptavina eða efla liðsheildina geta áhrifaríkar kynningar haft úrslita áhrif. Þessi tveggja daga þjálfun gerir góða fyrirlesara margfalt betri.
Í nútíma starfsumhverfi er það lykilatriði að geta komið upplýsingum og hugmyndum á framfæri á skýran og markvissan hátt. Stjórnendur sem ná að hvetja, leiðbeina og hafa áhrif með skýrum skilaboðum eru betur í stakk búnir til að takast á við áskoranir, styðja við breytingar og skapa menningu þar sem allir skilja sinn þátt í heildarmyndinni. Sama gildir um sérfræðinga sem þurfa að miðla innsýn, þekkingu og gögnum þannig að þau virki hvetjandi og gagnleg fyrir aðra.
Góð miðlun snýst ekki bara um að tala – hún felst í því að ná tengingu, einfalda flókin mál og skapa traust. Þegar upplýsingaflæði er skýrt verður samstarf skilvirkara, ákvarðanir betri og markmið aðgengilegri fyrir alla.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja efla hæfni sína í að miðla upplýsingum á skýran, öruggan og áhrifaríkan hátt í starfi. Sérstaklega hentar það:
Námskeiðið nýtist bæði þeim sem hafa reynslu af því að tala fyrir framan hópa og þeim sem vilja auka sjálfstraust sitt og færni í daglegum samskiptum í vinnunni
Námið gefur 1,6 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Skapa jákvæð áhrif Auka trúverðugleika Framsetning á flóknum upplýsingum Tjáning á áhrifaríkan hátt Hvetja aðra til framkvæmda Bregðast við og svara krefjandi spurningum Fá aðra til að fagna breytingum Framkoma í fjöl- og samfélagsmiðlum
Námskeiðíð er í tvo heila daga frá kl. 8.30-16 báða dagana.
Rafræn handbók í fræðslugátt sem þú hefur aðgang að í 12 mánuði, 60 mínútna einkaþjálfun að námskeiði loknu, hádegis- og kaffiveitingar báða dagana, útskriftarskírteini Dale Carnegie & Associates og 30% endurkomuafsláttur á önnur námskeið.
Þjálfarar námskeiðsins eru tveir og eru allar kynningarnar teknar upp og yfirfarnar af þér og þjálfaranum til að koma auga á tækifæri til vaxtar.
199.000 kr.
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Fida Abu Libdeh
Kvíðinn sem fylgdi því að halda fyrirlestra og fara í viðtöl var farinn að hafa alltof mikil áhrif á mig og framtíð fyrirtækisins míns. Ég get talað um lífið mitt fyrir Dale Carnegie námskeið og lífið eftir námskeiðið. Ég er örugg, hef meira sjálfstraust og líður mjög vel í öllu sem ég geri í dag. Ég lærði að stjórna aðstæðunum í kringum mig og hvað ég vil og vil ekki ræða. Ég er jákvæð í samskiptum og tek ekkert neikvætt með mér heim. Ég er orðin besat vinkona mín og tala við mig eins og ég myndi tala við aðra sem reyna sitt besta."