Áhrifaríkar kynningar
High Impact Presentations
Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi.
Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan og faglegan hátt? Kannanir sýna að stærsti hluti kynninga sem stjórnendur halda eru leiðinlegar og jafnvel svæfandi. Þetta námskeið styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa. Við sýnum þér þrautreyndar aðferðir og tækni sem gerir þér kleift að þróa sannfærandi kynningar sem gefa jákvæðar niðurstöður.
Skoða dagsetningar og staðsetningarFyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka. Einnig fyrir kennara, þjálfara og aðra sem vilja hafa áhrif og miðla upplýsingum.
Námseiningar
Námið gefur 1,6 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)
Það sem við förum yfir
- Skapa jákvæð áhrif
- Auka trúverðugleika
- Framsetning á flóknum upplýsingum
- Tjáning á áhrifaríkan hátt
- Hvetja aðra til framkvæmda
- Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum
- Fá aðra til að fagna breytingum
- Framkoma í fjöl- og samfélagsmiðlum
Skipulag
Námskeiðíð er í tvo heila daga frá kl. 8.30-16 báða dagana.
Innifalið
Handbók, minniskubbur með upptökum, 60 mínútna einkaþjálfun að námskeiði loknu, hádegisverður báða dagana. Útskriftarskírteini Dale Carnegie & Associates.
Hagnýtar upplýsingar
Þjálfarar námskeiðsins eru tveir og eru allar kynningarnar teknar upp og yfirfarnar af þér og þjálfaranum til að koma auga á tækifæri til vaxtar.
Verð
199.000