Áhrifaríkar kynningar

High Impact Presentations

Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi.

Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan og faglegan hátt? Kannanir sýna að stærsti hluti kynninga sem stjórnendur halda eru leiðinlegar og jafnvel svæfandi. Þetta námskeið styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa. Við sýnum þér þrautreyndar aðferðir og tækni sem gerir þér kleift að þróa sannfærandi kynningar sem gefa jákvæðar niðurstöður.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka. Einnig fyrir kennara, þjálfara og aðra sem vilja hafa áhrif og miðla upplýsingum.

Continuing Education Unit – CEU

Námseiningar

Námið gefur 1,6 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Open book

Það sem við förum yfir

  • Skapa jákvæð áhrif
  • Auka trúverðugleika
  • Framsetning á flóknum upplýsingum
  • Tjáning á áhrifaríkan hátt
  • Hvetja aðra til framkvæmda
  • Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum
  • Fá aðra til að fagna breytingum
  • Framkoma í fjöl- og samfélagsmiðlum
Open book

Skipulag

Námskeiðíð er í tvo heila daga frá kl. 8.30-16 báða dagana.

Open book

Innifalið

Handbók, minniskubbur með upptökum, 60 mínútna einkaþjálfun að námskeiði loknu, hádegisverður báða dagana. Útskriftarskírteini Dale Carnegie & Associates.

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Þjálfarar námskeiðsins eru tveir og eru allar kynningarnar teknar upp og yfirfarnar af þér og þjálfaranum til að koma auga á tækifæri til vaxtar.

Person standing next to flag

Verð

199.000

Kvíðinn sem fylgdi því að halda fyrirlestra og fara í viðtöl var farinn að hafa alltof mikil áhrif á mig og framtíð fyrirtækisins míns. Ég get talað um lífið mitt fyrir Dale Carnegie námskeið og lífið eftir námskeiðið. Ég er örugg, hef meira sjálfstraust og líður mjög vel í öllu sem ég geri í dag. Ég lærði að stjórna aðstæðunum í kringum mig og hvað ég vil og vil ekki ræða. Ég er jákvæð í samskiptum og tek ekkert neikvætt með mér heim. Ég er orðin besat vinkona mín og tala við mig eins og ég myndi tala við aðra sem reyna sitt besta."

Fida Abu Libdeh

“Einn liður í farsælli upplýsingamiðlun er að þjálfa starfsfólk í áhrifaríkum kynningum hjá Dale Carnegie. Þar fá starfsmenn að setja sig inn í aðstæður sem eru krefjandi en um leið gefandi og lærdómsríkar. Mikil ánægja hefur skapast meðal starfsmanna bæði með efnistök og ekki síður þjalfarana. Hafa þeir sýnt afburða færni á sínu sviði og náðu að fá fram það best hjá hverjum og einum. Falleg rós í hnappagat Dale.”
Borgar Ævar Axelsson