Skráðu upplýsingar um þátttakanda hér fyrir neðan og greiðanda.
Dagskrá: 17:00 – 20:30 | 17. október 2024 17:00 – 20:30 | 24. október 2024 17:00 – 20:30 | 31. október 2024 17:00 – 20:30 | 7. nóvember 2024 17:00 – 20:30 | 14. nóvember 2024 17:00 – 20:30 | 21. nóvember 2024 17:00 – 18:00 | 9. janúar 2025
Flest bæjarfélög bjóða upp á frístundastyrki sem hægt er að nota til að niðurgreiða námskeiðin okkar. Styrkirnir eru mismunandi og sama gildir um leiðirnar til að sækja þá. Í listanum hér fyrir neðan má sjá reglur nokkra bæjarfélaga. Algengt er að frístundastyrkir séu um 50.000 kr.
Til að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar fyrir börn 10-18 ára þarftu fyrst að skrá barnið á námskeið hjá okkur. Ferð svo inná Frístundakort Reykjavíkur www.fristundakort.is Skráir barnið þitt og gengur frá greiðslu inná gáttinni.
Til að nýta frístundastyrk Kópavogs 50.000.- fyrir börn 10-18 ára þarftu fyrst að skrá barnið á námskeið hjá okkur. Ferð svo inná þjónustugátt Kópavogs: thjonustugatt.kopavogur.is. Skráir barnið þar og gengur frá greiðslu inná gáttinni.
Garðabær hefur haldið uþb eitt námskeið á ári fyrir nemendur í 8-10 bekk. Námskeiðið kostar foreldra skv.verðskrá 2020 kr. 51.000 kr. eftir niðurgreiðslu.
Garðabær styrkir einnig börn 10-18 ára um 50.000kr. á ári kjósi þau að koma á námskeið í Reykjavík. Skila þarf inn kvittun til Garðabæjar fyrir áramót til að fá endurgreiðslu.
Hafnarfjarðarbær hefur gert sérstakan samning við Dale Carnegie. Hvert barn fær 54.000 kr. upp í námskeið sem haldið er einu sinni á ári í Hafnarfirði. Styrkurinn er greiddur út í einu. Námskeiðið i Hafnarfirði kostar 89.000 kr. og er 30.000 kr. ódýrara en sambærilegt námskeið í Reykjavík. Ef íbúar í Hafnarfirði kjósa að nýta sér námskeið í Reykjavík gilda almennar reglur þá fæst 13.500 kr. frístundastyrkur í það námskeið.
Barn er skráð hjá okkur og foreldri sækir um styrkinn hjá Hafnafjarðarbæ
Seltjarnarnes styrkir börn 10-18 ára um 50.000kr. á ári. Þú skráir barnið hjá okkur og sækir um styrkinn inná Mínar síður hjá bænum ásamt greiðslukvittun inná:
Mosfellsbær styrkir börn 10-18 ára um 52.000kr. á ári og 60.000.- fyrir 3 eða fleiri börn.
Þú skráir barnið hjá okkur og sækir um styrkinn inná íbúagátt Mosfellsbæjar.
Akureyri styrkir börn 10-18 ára 40.000kr. á ári
Við hvetjum þig til að kynna þér skilmála okkar neðst á síðunni og persónuverndarstefnu okkar sem byggð er á lögum nr. 90/2018