Dale Carnegie 3ja daga

Skills for success

Komdu í hóp yfir 30.000 Íslendinga sem hafa útskrifast hjá okkur. Í meira en 100 ár höfum við aukið leiðtogahæfni, bætt sambönd og samskipti, eflt tjáningu og dregið úr streitu.

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Þá sem vilja stíga upp hvort sem er í starfi eða einkalífi og gera sig meira áberandi á vinnumarkaðnum. Það skiptir ekki bara máli hvað þú getur gert – heldur hvernig þú kemur þér á framfæri og hefur áhrif. Ef þú vilt gera meiri áhrif, vinna betur í teymum eða fá leiðtogahæfileikana til að skína, þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Þetta snýst um að verða sú/þann sem lætur hlutina gerast og skilur eftir sig spor – í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Byggja upp sjálfstraust: Taktu meira pláss, vertu sú/þann sem treystir á í teymisvinnu og fundum. Taktu stjórn á ferlinum þínum: Settu markmið og farðu að lifa af meiri ásetningi – því þú átt þetta skilið. Styrktu sambönd: Vertu sú manneskja sem fólk vill vinna með – skapaðu sterk tengsl sem skipta máli. Taktu á ólíkum áskorunum: Lærðu að vinna vel með mismunandi týpum og kynslóðum í vinnunni. Auktu jákvæðni: Smitaðu út frá þér orku og jákvæðni sem gerir þig að leiðtoga í hvaða hópi sem er. Tjáðu þig af öryggi: Hvort sem þú ert að pitcha hugmynd eða taka þátt í stóru verkefni, vertu með rödd sem fólk tekur eftir.

Ertu klár í að stíga næsta skref?

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið í fundarsal þar sem þú hittir aðra þátttakendur og lærir í lifandi og hvetjandi umhverfi! Það er haldið í 8 skipti, þar sem hvert skipti er fjórar klukkustundir. Um það bil viku áður en námskeiðið byrjar er haldinn stuttur upphafsfundur og eins er eftirfylgni fundur ca. fjórum vikum eftir að námskeiðinu lýkur. Báðir fundirnir eru á teams.

Þú getur valið hvaða tímasetning hentar þér best:

  • Einu sinni í viku í 8 vikur
  • Tvisvar í viku í 4 vikur
  • Kvöld- eða morgunnámskeið

Við leggjum áherslu á sveigjanleika, svo þú getir mætt þegar þér hentar og fengið sem mest út úr þjálfuninni!

Live Online þjálfun
: Taktu þátt í námskeiðinu beint frá þægindum heimilisins eða hvar sem þér hentar – Live Online! Námskeiðið er haldið í 8 skipti, þar sem hvert skipti er þrír klukkutímar. Um það bil viku áður en námskeiðið byrjar er haldinn stuttur upphafsfundur og eins er eftirfylgni fundur ca. fjórum vikum eftir að námskeiðinu lýkur. Báðir fundirnir eru á teams.

Svona virkar það:

  • Veldu dagsetningu sem hentar þér best og skráðu þig.
  • Við sendum þér slóð áður en námskeiðið hefst – smelltu bara á hana, og þú ert komin/n inn í þjálfunarumhverfið!

Ef þú ert ekki viss með tæknina, þá aðstoðum við þig! Við kennum þér á kerfið á örfáum mínútum og erum alltaf til staðar til að hjálpa þér ef eitthvað kemur upp.

Námskeiðin okkar eru einföld, skemmtileg og skila árangri – þú munt taka virkan þátt frá byrjun!

Page 1Created with Sketch.

Hvað fylgir með?

Þegar þú tekur þátt í námskeiðinu færðu allt sem þú þarft til að ná árangri og meira til:

  • Aðgangur að rafrænni fræðslugátt – eVolve: Þar finnur þú öll námsgögnin á einum stað, ásamt verkefnum og tólum sem styðja við námsferlið þitt.
  • Millifundir: Reglulegir fundir sem halda þér á réttri braut og styrkja námsferlið.
  • Gullna reglubókin: Lykilatriði sem hjálpa þér að verða betri í samskiptum og ná betri árangri.
  • 30 daga áskrift af Storytel: Hlustaðu á tvær af frægustu bókum Dale Carnegie, Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu.
  • Útskriftarskírteini: Viðurkenning frá Dale Carnegie & Associates sem staðfestir árangur þinn. Við mælum með að láta það fylgja með þegar þú sækir um nýtt starf.
  • Persónulegur aðgangur að þjálfara: Þú færð persónulegan stuðning og leiðsögn meðan á námskeiðinu stendur.

Þetta er ekki bara námskeið – þetta er lykillinn að því að taka stökkið í leik og starfi!

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Verð

195.000 kr.

Áttu rétt á 90% styrk?

Námskeiðsverðið sem þú sérð er heildarverð, en góðu fréttirnar eru að stéttarfélagið þitt eða vinnuveitandinn gætu greitt stóran hluta af kostnaðinum! Þú þarft bara að sækja um og nýta alla þá möguleika sem eru í boði!

Hafliði Ragnarsson

Hafliði Ragnarsson

Dale Carnegie námskeiðið hjálpaði mér að finna aftur eldmóðinn og kraftinn sem í mér býr. Eftir veikindi sem drógu úr mér mátt, gat ég aftur komið hlutunum í framkvæmd. Samskiptin við fólkið í kringum mig eru þægilegri, enda léttara að koma skoðunum mínum á framfæri og fá aðra til að vinna með mér. Frábært námskeið sem ég mæli með fyrir alla. Við getum öll bætt okkur.

“Árangurinn er sýnilegur. Greinileg merki um aukna samheldni, betri samskipti og skilning fyrir hvert öðru má sjá meðal okkar og hópurinn strax sterkari sem heild.”
Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati