Dale Carnegie 3ja daga

Skills for success

Komdu í hóp yfir 30.000 Íslendinga sem hafa útskrifast hjá okkur. Í meira en 100 ár höfum við aukið leiðtogahæfni, bætt sambönd og samskipti, eflt tjáningu og dregið úr streitu.

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd.

Skráðu þig í ókeypis kynningartíma

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Alla sem vilja verða betri í starfi, auka lífsgæði sín og auka framtíðarmöguleika sína. Algengt er að stærri og smærri hópar frá fyrirtækjum sæki þessa þjálfun.

Continuing Education Unit – CEU

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Open book

Það sem við förum yfir

  • Hvernig við höfum áhrif á starfsframa
  • Leiðir til að auka sjálfstraust
  • Hvernig við lifum lífinu af meiri ásetningi
  • Leiðir til að styrkja sambönd
  • Hvernig við vinnum með ólíkum einstaklingum og kynslóðum
  • Aðferðir til að auka jákvæðni og hafa hvetjandi áhrif á aðra
  • Leiðir til að bæta tjáningu
Open book

Skipulag

Námskeiðið er þrjá daga í röð frá kl. 8:30 til 16:30 og hentar því sérstaklega vel þeim sem búa úti á landi eða vinna vaktavinnu.

Open book

Innifalið

Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Person standing next to flag

Verð

170.000

Dale Carnegie námskeiðið hjálpaði mér að finna aftur eldmóðinn og kraftinn sem í mér býr. Eftir veikindi sem drógu úr mér mátt, gat ég aftur komið hlutunum í framkvæmd. Samskiptin við fólkið í kringum mig eru þægilegri, enda léttara að koma skoðunum mínum á framfæri og fá aðra til að vinna með mér. Frábært námskeið sem ég mæli með fyrir alla. Við getum öll bætt okkur."

Hafliði Ragnarsson

Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati
“Árangurinn er sýnilegur. Greinileg merki um aukna samheldni, betri samskipti og skilning fyrir hvert öðru má sjá meðal okkar og hópurinn strax sterkari sem heild.”