8 ráð fyrir sumarið

8 ráð fyrir sumarið

Rétt eins og árstíðaskipti bjóða upp á nýtt upphaf, getur sumarið orðið okkar eigin kaflaskil og tækifæri til að endurstilla hugann. Metnaðarfullir einstaklingar eiga það til að nálgast sumarfríið eins og hvert annað verkefni sem þarf að hámarka. Útkoman getur orðið þreytandi frí.

Hér eru átta hugmyndir sem hjálpa þér að hvíla hugann, slaka á og jafnvel kveikja nýjar skapandi hugmyndir.

  1. Settu skipulagið til hliðar. Prófaðu að vakna án vekjaraklukku og fara í göngutúr án þess að ákveða áfangastaðinn. Leyfðu sjálfri/sjálfum þér að flæða og taka á móti hinu óvænta.
  2. Prófaðu eitthvað nýtt. Teiknaðu, dansaðu, eldaðu nýjan rétt, skrifaðu eða taktu myndir, ekki til að ná árangri heldur bara af forvitni.
  3. Leitaðu út í náttúruna. Farðu í fjöruna, skóginn eða upp á fjall. Gakktu berfætt(ur) í grasinu, hlustaðu á vindinn og taktu á móti rigningunni. Náttúran nærir bæði líkama og sál.
  4. Leggðu símann frá þér. Skildu hann eftir heima í nokkrar klukkustundir og prófaðu að fara út fyrir síma-þægindahringinn. Þú gætir upplifað óvænta friðsæld og frelsi frá skjánum.
  5. Gerðu eitthvað „gagnlaust“. Lestu bók sem skilur lítið eftir sig, horfðu á sólsetrið, spilaðu borðspil og gerðu bara ekkert í smástund. Slíkar stundir hafa ótrúleg áhrif á hugann.
  6. Leyfðu þér að slaka á án sektarkenndar. Að hætta að hugsa um vinnu eða skyldur í nokkra daga þýðir ekki að þú sért löt eða latur – þú ert að hlaða batteríin.
  7. Umgangastu orkufólk. Hittu þá sem fá þig til að hlæja og rifja upp góðar minningar. Þú þarft ekki alltaf að tala um markmið eða framtíðina – stundum er nóg að vera til.
  8. Gefðu þér tíma til að hugsa. Sumarið er kjörinn tími til að staldra við og skoða hvort markmiðin þín séu í takt við þín dýpstu gildi. Sumarið er góður tími til að fínstilla framtíðina.