Til að ná árangri í umhverfismálum er nauðsynlegt að ná vel til fólks, skapa tengingu. Áheyrendur eru mjög kröfuharðir og missa fljótt áhugann ef framsetningin hrífur þá ekki. Í mínu starfi sem leiðtogi gæti ég þess einnig að miðla sífellt upplýsingum, jafnt innan stofnunar, til viðskiptavina eða almennings.
Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem ég ræði við og legg rækt við að bæta hæfni mína til að miðla upplýsingum áfram. Námskeiðið Áhrifaríkar kynningar nýttist mér vel í þeirri vegferð.