Dale Carnegie hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust og sigurvissu við aðstæður sem áður ollu mér kvíða- að standa fyrir framan hóp fólks. Námskeiðið er byggt upp á snilldarlegan hátt þar sem við förum í gegnum skemmtileg og ný viðfangsefni undir leiðsögn stórkostlegra þjálfara. Förum út fyrir þægindarammann, styrkjumst í samkennd, erum einlæg og öðlumst einstakt traust í hópnum.
Dale hefur kallað fram styrkleika mína- fær þá til að njóta sín. Ég mun í framtíðinni nýta mér námskeiðið sem höfundur Útkallsbókanna, til að miðla mannlegum frásögnum úr raunveruleikanum til skólafólks og annarra landa minna.