Sölufólk sem nær árangri fylgir ferli sem leiðir til lokunar sölu, frá upphafi sambands við viðskiptavin.
Sala snýst um allt annað en að þylja upp kosti vöru eða þjónustu. Námskeiðið tekur á þeim höfuðþáttum sem ákvarða árangur í sölu og því hvernig byggja á upp samband sem skilar árangri.
Árangursrík sala hentar best því sölufólki sem er í viðskiptastýringu og ber ábyrgð á því að halda sambandinu opnu og koma auga á tækifæri til þess að færa nýjum og núverandi viðskiptavinum aukið virði.
Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Tileinka þér jákvætt söluviðhorf Spyrja réttu spurninganna Auka trúverðugleika þinn Halda sölukynningu af öryggi Ná endursölu og nýjum tengiliðum Beina samræðum á rétta braut Skapa ný sölutækifæri með eftirfylgni Ná fram skuldbindingu og loka sölunni Koma auga á leiðandi kauphvata viðskiptavinar Taka á spurningum og andmælum af öryggi
Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið með þátttakendum í fundarsal í 6 skipti, 3,5 klst. í senn.
Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, 2 klst. í senn. Þú velur dagsetningu sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Handbók, útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates
Námskeiðið byggir á raunhæfum verkefnum þar sem stuðst er við öflugt sölukerfi. Þannig ná þátttakendur mælanlegum árangri á meðan á námskeiðinu stendur. Í lok námskeiðs halda þáttakendur kynningu þar sem varpað er ljósi á árangur þess að nýta ferlið.
190.000 kr.
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Engar komandi dagsetningar
Grímur Gíslason
Dale Carnegie veit að sölumennska snýst um fólk. Námskeiðið Árangursrík sala leggur þess vegna höfuðáherslu á að kenna góða siði í mannlegum samskiptum og framkomu ásamt sannreyndu söluferli. Námskeiðið gerði söluteymið færara í að nálgast viðskiptavini og koma fram fyrir hönd fyrirtækisins. Teymið öðlaðist aukið sjálfstraust, sem hafði jákvæð áhrif á alla okkar starfsemi. Sölustarf okkar er áhrifaríkara en áður, þökk sé Dale Carnegie."